TEXTAGERÐ

Skjal tekur að sér textasmíði af öllu tagi, jafnt á íslensku sem öðrum tungumálum. Við gerð vel heppnaðs texta hafa textasmiðir Skjals að leiðarljósi að skrifa hnitmiðaðan, aðgengilegan og auðlesinn texta sem höfðar beint til markhópsins hverju sinni.

Oft getur reynst snúnara en það virðist í fyrstu að semja viðeigandi texta, hvort sem það er markaðsefni, ræður, glærukynningar, yfirlýsingar eða annað efni fyrir ákveðinn markhóp. Við hjá Skjali tökum að okkur að vinna efni upp úr áherslupunktum eða hálfköruðum texta og vinnum þá í nánu samstarfi við viðskiptavininn. 

Við erum snillingar í málfarsráðgjöf og þekkjum tungutak og málsnið ólíkra hópa og gætum þess að orðfærið sé í takt við markmið og tilgang textans. Viðskiptavinir okkar eru fljótir að átta sig á þeim ávinningi sem úthýsing á textagerð og málfarsráðgjöf skilar, sem er m.a. betri nýting á eigin tíma og framúrskarandi texti frá fagfólki.

Þegar þig vantar aðstoð við textagerð þá er einfaldlega skynsamlegast að hafa samband við Skjal í gegnum netfangið skjal@skjal.is eða senda fyrirspurn hér fyrir neðan.

SENDU OKKUR FYRIRSPURN