Framkvæmdastjóri
hanna@skjal.is
Skjal annast þýðingar milli flestra tungumála heims, hvort sem um er að ræða markaðsefni, tæknitexta, viðskiptagögn eða annað. Við höfum á okkar snærum fjölda þýðenda með ólíka menntun og bakgrunn og bjóðum bæði upp á almennar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar. Sjá nánar.
Hjá Skjali er lagður metnaður í nákvæman prófarkalestur og samræmt yfirbragð texta. Auk þess að leiðrétta mál- og ritvillur gætir prófarkalesarinn að samræmi, skerpir á óskýru orðalagi og lagfærir hnökra á stíl. Sjá nánar.
Skjal tekur að sér textagerð af öllu tagi, jafnt á íslensku sem öðrum tungumálum. Við gerð vel heppnaðs texta hafa textasmiðir Skjals að leiðarljósi að skrifa hnitmiðaðan, aðgengilegan og auðlesinn texta sem höfðar beint til markhópsins hverju sinni. Sjá nánar.
Skjal er öflug þýðingastofa sem býr að áralangri reynslu af þýðingum, prófarkalestri og textagerð fyrir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Við leggjum áherslu á að vera lipur og sveigjanleg í samskiptum við viðskiptavini og vinna öll störf í sem bestu samræmi við kröfur þeirra og óskir.
Skjal vinnur í samræmi við viðurkennda verkferla og gæðastaðla og er í samstarfi við fjölda þýðingastofa og undirverktaka um allan heim.
Allar fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið skjal@skjal.is og leitast starfsfólk við að svara eins fljótt og auðið er. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.
Framkvæmdastjóri
hanna@skjal.is
Gjaldkeri
hera@skjal.is
Löggiltur skjalaþýðandi, verkefnastjóri
johannaj@skjal.is
Yfirverkefnastjóri
sibba@skjal.is
Þýðandi
sigurlaug@skjal.is