Hjá Skjali er lagður metnaður í nákvæman prófarkalestur og samræmt yfirbragð texta. Auk þess að leiðrétta mál- og ritvillur gætir prófarkalesarinn að samræmi, skerpir á óskýru orðalagi og lagfærir hnökra á stíl.
Orðið „prófarkalestur“ mun mögulega brátt lúta í lægra haldi fyrir orðinu „yfirlestur“, en hvað sem því líður þá sinnum við hvoru tveggja af mikilli kostgæfni. Allir sem einhvern tímann hafa skrifað staf vita að villupúkinn leynist víða. Sama hversu vel ritfær höfundurinn er borgar sig ávallt að láta lesa yfir.
Við tökum að okkur prófarkalestur á alls kyns efni og gerum það vandlega. Innifalin í prófarkalestri er leiðrétting á ritvillum og meinlegum málvillum ásamt því að koma með tillögur að betra orðalagi. Það færist sífellt í aukana að starfsmenn fyrirtækja óski eftir yfirlestri frá okkur, því það að skila frá sér góðum texta bætir ímynd og trúverðugleika og það margborgar sig að fá okkar fagfólk í verkið.
Ekki hika við að hafa samband í gegnum netfangið skjal@skjal.is eða sendu okkur fyrirspurn hér fyrir neðan.